Sunnudagur, 16. desember 2007
Litla systir mín
Ég fékk að hafa litlu systur mína heima í viku. En þá fékk hún Rs vírusinn og er búin að vera á spítala. Það sakna hennar allir rosalega, sérstaklega ég og Ásgeir. Við vonum bara að hún hressist fyrir jól.
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Egilsstaðir
Ég er svo heppinn að Afi Kristján og Amma Harpa buðu mér með í ferðalag á Egilsstaði. Var reyndar slöpp í tvo daga en annars haft æðislega gaman hingað til. Er meira að segja búin að reyna að vaða í læk.
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Leikskóli
Vei byrja á leikskóla 1.júní. Það verður bara vonandi ævintýri.
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Brúðkaup mömmu og pabba
Mamma hefur ekki getað skrifað um það, hún hefur ekki komist inn á bloggið. En dagurinn var æðislegur skemmti mér konunglega. Ég var skírð í leiðinni ásamt bróður mínum. Fékk svo að gista hjá ömmu Hörpu og afa Kristjáni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Bananaskeið
Ég er á bananaskeiðinu eins og mamma segir. Geri það sem vill og hlusta ekki hlyt að vera með banana í eyrunum. Ég hafði líka góð jól en á annan í jólum fékk ég gubbupest ekki gott.
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Veik
Ég er búin að vera veik.
Fyrst fékk ég gubbupest og hita og núna er ég með hósta. Ég mamma og Ásgeir erum búin að vera inni í 6 daga. Ég fékk að fara til Ömmu Hörpu og Afa Kristjáns í gær. Mamma og pabbi kíktu í bíó.
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.2.2007 kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. nóvember 2006
mamma löt að skrifa
Mamma hefur verið löt að skrifa. En það hefur lítið gerst annað en að ég er orðin svakalega dugleg að tala. Mamma er svo orðin 26 ára og á sunnudaginn var ég í afmæli hjá ömmu Sigrúnu. Það var svakalega gaman ég elti Víglund Ottó alveg á röndum.
Fimmtudagur, 21. september 2006
Langamma og afi
Ég var hjá langömmu og langafa í dag. Var aðeins lengur en ég er vanalega. Það var svo gott veður að ég var messt úti með Langömmu og Langafa. Var samt fegin að komast heim með mömmu og pabba.
Sunnudagur, 10. september 2006
2 ára
Vei ég er orðin 2 ára. 2 september var haldin afmælisveisla, þó ég ætti afmæli 3 september. Það komu allar ömmur og afarnir og allar frænkur og frændur í mömmu fjölskyldu. Eins bauð ég vinkonu minni henni Maríu Sól. Það var æðislega gaman, ég hljóp fram og tilbaka og varð mjög þreytt um kvöldið. Ég vill þakka öllum sem komu í afmælið mitt.
Miðvikudagur, 16. ágúst 2006
Labbaði mikið í gær
Í gær fór pabbi með mig og Ásgeir að labba. Við tókum strætó niður á Suðurlandsbraut, þaðan löbbuðum við að Laugardagslaug og svo alveg niður í bæ. Við vorum svo meira segja það dugleg að labba alla leið að Laugardagslauginni aftur að hitta mömmu. Það var æðislega gaman, fékk ís og kókómjólk í ferðinni.