Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Sunnudagur, 16. desember 2007
Aðgerðin
Aðgerðin mín gekk vel. Hérna eru fleirri uplýsingar um hana og ferðina http://dori.ath.cx/boston
Þriðjudagur, 23. október 2007
Aðgerð
Jæja mamma er alltaf jafn dugleg að skrifa. En núna styttist í aðgerðina mína, ég fer út 30 okt með pabba og afa Kristjáni. Aðgerðin er svo 1 nóv og ég ætti að vera kominn aftur á klakann 13 nóv.
Það vona bara allir að allt gangi sem best. Mamma setur svo hérna inn fréttir af mér seinna.
Það vona bara allir að allt gangi sem best. Mamma setur svo hérna inn fréttir af mér seinna.
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Einn
Systir mín er í ferðalagi svo ég hef verið einn með mömmu og pabba. Ég virðist njóta þess ágætlega, en er pirraður á kvöldin sakna systur minnar sem er vön að sofa með mér. Það verður gaman að fá hana aftur.
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Farinn að standa upp
Ég er orðin svakalega duglegur ég stend up við allt mögulegt. Eins er ég líka farinn að reyna að labba þegar einhver tekur í hendurnar mínar og aðstoðar mig. Þetta er bara allt að koma.
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Brúðkaup mömmu og pabba
Ég virtist skemmta mér mjög vel í brúðkaupinu. Ég var skírður eins og systir mín. Eftir boðið fór ég Með ömmu Sigrúnu og afa Binna að gista.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Skrið
Ég er farinn að skríða út um allt. Ekki langt þangað til ég fer að labba hugsa ég. Mamma gleymdi alveg að skrifa um Jólin en þau voru mjög skemmtileg hjá mér. En miður hjá systu sem varð veik.
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Veikur
Ég er búin að vera veikur.
Hef verið með stíflað nef og hósta. Ég er búin að vera inni í sex daga. En fékk að fara til ömmu og afa í Hamrahlíð í gær.
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.2.2007 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. nóvember 2006
mamma löt að skrifa
Hefur lítið svosem gerst hjá mér. En ég er orðin svakalega duglegur að reyna að sitja og borða matinn minn. Mamma mín er orðin 26 ára og ég fékk líka að fara í afmælið hjá ömmu Sigrúnu.
Fimmtudagur, 21. september 2006
Langamma og afi
Var hjá Langömmu og langafa í dag. Þau eru að æfa mig mjög mikið þegar ég er hjá þeim. Það er mjög gott fyrir mig, ég ligg á maganum og æfi mig að lyfta hausnum. Ég svaf reyndar messt af tímanum sem ég var í dag. Það var ekki erfitt að passa mig
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. september 2006
Afmæli
Ég er svo heppinn að fá að fara í afmæli þau eru svo skemmtileg. Systir mín hélt upp á afmæli sitt og ég fékk að vera. Ég svaf reyndar messt allan tíman og pældi ekkert í því að það væru gestir. Kannski á ég eftir að muna meira þegar hún verður 3 ára.