Miðvikudagur, 22. september 2004
Vagninn
Vagninn er kominn, ég er aðeins búin að fá að prófa hann, mjög fínn vagn. Kristján afi gaf mér líka fullt af fötum þegar hann kom með vagninn. Harpa gaf mér líka föt. Fólkið í vinnunni hjá mömmu og pabba gaf mér pening og Helle sem er yfir á daginn í vinnunni gaf mér föt. Inga vinkona mömmu og pabba kom líka með sínar tvær stelpur og þær komu með föt handa mér. Stína systir hans Víglundar langafa gaf mér húfu og peysu sem hún hafði prónað. Ásgerður frænka og víglundur frændi gáfu mér handklæði og smekk til að verja fötin mín.Ég hef komist að einu bleikt hlýtur að vera tískuliturinn í dag hehe. Ég var á þönum alla helgina á föstudag var ég í hfj, laugardag hjá langömmu og afa í Garðabæ í mat og sunnudag hjá langömmu Björg og aftur í hfj að borða. Í dag komu amma og afi úr hfj í heimsókn. Það er líka búið að vera eitthvað að pirra mig í dag hef verið aðeins að gráta. Mamma og pabbi verða alltaf hálf hissa því að ég græt sjaldan.
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.4.2006 kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. september 2004
Gjafir
Mamma og pabbi trúa því varla hvað ég er stillt stelpa. Ég sef nánast allan sólarhringinn, vakna bara til að drekka. Ég græt mjög lítið það er einna helst þegar verið er að skipta á mér. Ég er yfirleitt dugleg að drekka, en það kemur fyrir að ég bara nenni þessu ekki. Þá fær mamma áhyggjur en ég er þá yfirleitt duglegri næst. Ég hef verið ekkert smá heppin, því það eru allir að gefa mér eitthvað. Langamma Björg gaf mér sæng og tvö sængurver. Kristján og Ásta gáfu mér útigalla. Dröfn, Ási og Kvika gáfu mér flísgalla, flíshúfu og flíssokka. Auður, Þorsteinn, Alma Björg og Víglundur Ottó gáfu mér flísbuxur, flíspeysu, flíshúfu og flíssokka. Alma sem vinnur með Sigrúnu ömmu gaf mér galla. Mamma og pabbi gáfu mér bangsimon hringlu. Sigrún amma og allir á þeim bæ gáfu mér sængurver og lánuðu mér fullt af fötum. Svo veit ég að ég fæ vagn frá Jóhönnu ömmu og Kristjáni afa. Hver veit nema einhverjir fleirri verði góðir við mig. Svo var Ágústa frænka mín svo góð að lána mér föt, hún á tvíbura sem áttu nógu lítil föt á mig og þar fékk ég líka vöggu.
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.4.2006 kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. september 2004
Heimkoma
Ég kom heim í dag á afmælisdaginn hans pabba. Mömmu er farið að líða aðeins betur fyrir vikið að vera komin af spítalanum og pabba líka þar sem að hann er ekki einn heima alltaf. Ég er aðeins búin að léttast en ég mun bæta á mig fljótlega svo að fólk geti hætt að hafa áhyggjur af mér.
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.4.2006 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. september 2004
Fæðing
Nú eru sko búin að verða tíðindi því að ég gerði mér lítið fyrir og kom í heiminn í dag klukkan 02:20 og kom þá í ljós að ég er lítil og sæt stelpa sem pabbi minn getur ekki séð sólina fyrir. Mamma átti í miklum erfiðleikum og var mikið kvalin í allt gærkvöld og langt inn í nóttina, allt þar til að ég kom í heiminn með látum. Ég er víst ekki nema 2200gr að þyngd og um 45cm að stærð. Pabbi og mamma eru svo ánægð að það hálfa væri hellingur, pabbi er reyndar alveg að rifna úr monti þar sem að hann hafði alltaf sagt að ég væri stelpa en enginn trúði honum. Jæja, þetta er gott í bili þar sem að pabbi og mamma þurfa að hvíla sig.
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.4.2006 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)