Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Lítð í gangi.

Það hefur nú ekki mikið verið í gangi. Ég er alltaf að læra ný orð og hljóð. Ég var reyndar í fimm daga hjá ömmu hörpu, það var mjög gaman.

Gaman í dag.

Það var æðislega gaman í dag. Ég fór í sjúkraþjálfun og var ofsalega dugleg. Eftir sjúkraþjálfunina fór ég til langömmu og langafa í Garðabæ að ná í Bróðir minn. Seinnipartinn kíktum við í sund og ég skemmti mér konunglega. Við svindluðum aðeins og það var ruslfæði í matinn Svalur hamborgarar, namminamm. Góða nótt.

17.júní

Jibbí það er 17.júni. það var æðislega gaman að fara niður í ég fékk Bangsimon blöðru og kjúklinganagga á nýja AmericanStyle staðnum. Dansaði svo með Birtu og Bárði áður en við fórum heim.

Farinn að hlaupa.

Hihi ég er næstum farin að hlaupa, ég er alltaf að æfa mig og fæ að vera mikið á tánum. Ég fór í greiningu um dagin og þær segja að ég sé aðeins eftir á í þroska. Núna er verið að æfa mig á fullu og ég er líka í sjúkraþjálfun og þar er ég mjög dugleg.
Ég tala núna mikið þó ég sé ekki farinn að segja setningar ennþá. Meðal orðanna er klukka, namminamm, skór, voffi og margt fleirra. Mamma og pabbi voru góð og keyptu handa mér sandkassa, mér finnst alveg æðislegt að leika mér í honum. Það er líka komið grindverk þannig að þó að mamma eða pabbi skreppi inn er ekki hætta á að ég fari langt. Heyrumst.  


Sumardagurinn fyrsti

Skelltum okkur í Heiðmörkina og í Hafnarfjörðinn til að kíkja á afa og ömmu. Gott veður og mikið gaman.


Loksins loksins loksins

Síðan mín er komin upp aftur. Pabbi draslaðist loksins af rassgatinu og kom síðunni í lag með nokkrum nýjum breytingum í leiðinni.


Í vistun

Ég hef verið ekkert smá heppinn undanfarnar vikur og fengið að vera hjá mjög góðu fólki meðan að bróðir minn var á vöku.

Í dag er ég hjá langafa Víglundi og langömmu Fríðu, þau eru himinlifandi að fá að hafa mig.


Langur tími

Ég er orðin 18 mánaða. Pabbi minn hefur verið latur að laga þetta hehe. Ég er alveg að ná því að geta labbað. Það er samt fyndið að öll dýr sem ég sé eru voff eða hundur og flesst allt annað er mamma.


Langt á milli skrifa

Eins og sést að þá hefur ekki verið skrifað neitt á síðuna mína síðan í oktober á síðasta ári. Diskarnir í tölvunni hjá pabba hrundu hvað sem það nú er. Hann var mjög lengi að koma síðunni minni upp aftur. Það eru 2 dagar síðan ég varð 4 mánaða. Ég er farinn að spjalla á fullu og farinn að fá graut að borða með mjólkinni. Jólin voru mjög skemmtileg, ég svaf reyndar mest allt aðfangadagskvöld. Jólagjafirnar mínar voru mjög flottar, messt mjúkir pakkar. Ég var hjá ömmu og afa í Hfj. aðfangadagskvöld, jóladag og gamlárskvöld. Þráinn og Villa og þeirra börn voru líka á gamlárskvöld. Ég svaf bara af mér sprengjurnar. Á nýársdag fórum við til afa Kristjáns og Hörpu í kalkún (mamma segir nammi namm). Ég er yfirleitt voða stillt stelpa, hef ekki vit á öðru. Næstu jól verð ég örugglega töluvert fjörugri.


Afi og amma í heimsókn

Í dag komu Afi Kristján og Harpa í heimsókn fengu kaffi og gulrótarköku. þau halda hvorugt vatni yfir mér. Ég fékk svo eitthvað í magann og ældi yfir mömmu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband