Þriðjudagur, 27. júní 2006
Farinn að hlaupa.
Hihi ég er næstum farin að hlaupa, ég er alltaf að æfa mig og fæ að vera mikið á tánum. Ég fór í greiningu um dagin og þær segja að ég sé aðeins eftir á í þroska. Núna er verið að æfa mig á fullu og ég er líka í sjúkraþjálfun og þar er ég mjög dugleg.
Ég tala núna mikið þó ég sé ekki farinn að segja setningar ennþá. Meðal orðanna er klukka, namminamm, skór, voffi og margt fleirra. Mamma og pabbi voru góð og keyptu handa mér sandkassa, mér finnst alveg æðislegt að leika mér í honum. Það er líka komið grindverk þannig að þó að mamma eða pabbi skreppi inn er ekki hætta á að ég fari langt. Heyrumst.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.