Miðvikudagur, 5. janúar 2005
Langt á milli skrifa
Eins og sést að þá hefur ekki verið skrifað neitt á síðuna mína síðan í oktober á síðasta ári. Diskarnir í tölvunni hjá pabba hrundu hvað sem það nú er. Hann var mjög lengi að koma síðunni minni upp aftur. Það eru 2 dagar síðan ég varð 4 mánaða. Ég er farinn að spjalla á fullu og farinn að fá graut að borða með mjólkinni. Jólin voru mjög skemmtileg, ég svaf reyndar mest allt aðfangadagskvöld. Jólagjafirnar mínar voru mjög flottar, messt mjúkir pakkar. Ég var hjá ömmu og afa í Hfj. aðfangadagskvöld, jóladag og gamlárskvöld. Þráinn og Villa og þeirra börn voru líka á gamlárskvöld. Ég svaf bara af mér sprengjurnar. Á nýársdag fórum við til afa Kristjáns og Hörpu í kalkún (mamma segir nammi namm). Ég er yfirleitt voða stillt stelpa, hef ekki vit á öðru. Næstu jól verð ég örugglega töluvert fjörugri.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 28.4.2006 kl. 23:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning