Gjafir

Mamma og pabbi trúa því varla hvað ég er stillt stelpa. Ég sef nánast allan sólarhringinn, vakna bara til að drekka. Ég græt mjög lítið það er einna helst þegar verið er að skipta á mér. Ég er yfirleitt dugleg að drekka, en það kemur fyrir að ég bara nenni þessu ekki. Þá fær mamma áhyggjur en ég er þá yfirleitt duglegri næst. Ég hef verið ekkert smá heppin, því það eru allir að gefa mér eitthvað. Langamma Björg gaf mér sæng og tvö sængurver. Kristján og Ásta gáfu mér útigalla. Dröfn, Ási og Kvika gáfu mér flísgalla, flíshúfu og flíssokka. Auður, Þorsteinn, Alma Björg og Víglundur Ottó gáfu mér flísbuxur, flíspeysu, flíshúfu og flíssokka. Alma sem vinnur með Sigrúnu ömmu gaf mér galla. Mamma og pabbi gáfu mér bangsimon hringlu. Sigrún amma og allir á þeim bæ gáfu mér sængurver og lánuðu mér fullt af fötum. Svo veit ég að ég fæ vagn frá Jóhönnu ömmu og Kristjáni afa. Hver veit nema einhverjir fleirri verði góðir við mig. Svo var Ágústa frænka mín svo góð að lána mér föt, hún á tvíbura sem áttu nógu lítil föt á mig og þar fékk ég líka vöggu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband