Miðvikudagur, 22. september 2004
Vagninn
Vagninn er kominn, ég er aðeins búin að fá að prófa hann, mjög fínn vagn. Kristján afi gaf mér líka fullt af fötum þegar hann kom með vagninn. Harpa gaf mér líka föt. Fólkið í vinnunni hjá mömmu og pabba gaf mér pening og Helle sem er yfir á daginn í vinnunni gaf mér föt. Inga vinkona mömmu og pabba kom líka með sínar tvær stelpur og þær komu með föt handa mér. Stína systir hans Víglundar langafa gaf mér húfu og peysu sem hún hafði prónað. Ásgerður frænka og víglundur frændi gáfu mér handklæði og smekk til að verja fötin mín.Ég hef komist að einu bleikt hlýtur að vera tískuliturinn í dag hehe. Ég var á þönum alla helgina á föstudag var ég í hfj, laugardag hjá langömmu og afa í Garðabæ í mat og sunnudag hjá langömmu Björg og aftur í hfj að borða. Í dag komu amma og afi úr hfj í heimsókn. Það er líka búið að vera eitthvað að pirra mig í dag hef verið aðeins að gráta. Mamma og pabbi verða alltaf hálf hissa því að ég græt sjaldan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 28.4.2006 kl. 23:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning